Í gærkvöldi, sunnudaginn 20. september fór að snjóa á Siglufirði og vöknuðu Siglfirðingar upp við snævi þakta jörð í morgun.

Fréttaritari Trölla fór í göngutúr um bæinn í morgun og tók myndir af bænum í fallegu haustveðri.

Á vef veðurstofunnar segir að suðvestlæg eða breytileg átt með 5-13 m/s og skúrum, en sums staðar él verði um landið norðanvert í dag. Lengst af úrkomulítið austantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst.

Svipað veður á morgun, en lægir víða, og gengur í norðaustan 10-18 og úrkomumeira norðvestantil seinnipartinn.

Vega­gerðin varar við hálku eða hálku­blett­um á fjall­veg­um á Norður­landi sem og á Siglu­fjarðar­vegi um Al­menn­inga.