Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um elstu íbúa landsins. Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og þrír þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1917 og er því 106 ára. Hún er búsett á Suðurlandi.  

Aldursdreifing og kyn

Konur eru í meirihluta þeirra sem hafa náð 100 ára aldri eða alls 31 á meðan það eru 10 karlar sem eru 100 ára og eldri. Alls eru 17 einstaklingar 100 ára, þar af 14 konur og 3 karlar.  Þeir einstaklingar sem eru yfir 100 ára eru alls 17 konur en 7 karlar. Ef við skoðum sérstaklega hvert ár þá eru 10 konur og 6 karlar 101 árs, 1 kona er 102 ára og 3 konur 103 ára. Þá eru 2 konur 104 ára, 1 karl 105 ára og ein kona er 106 ára.

Sjá nánar á Þjóðskrá.

Mynd/ unsplash.com