Um leið og sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum sveitarfélagsins gleðilegs nýs árs, eru öll minnt á að hreinsa upp rusl eftir flugelda og skotkökur sem skotið var upp um áramótin.

Mjög margir hafa nú þegar hreinsað upp eftir sig á skotsvæðum sínum og er það til fyrirmyndar. Eitthvað er þó eftir og eru allar flugeldaskyttur hvattar til þess að hreinsa það hið fyrsta.

Notaðir flugeldar fara í urðun en tekið er á móti ónotuðum flugeldum á móttökustöðvum.