Fljótin, Lágheiði, Ólafsfjörður, Siglufjörður og Héðinsfjörður

Í þessari einstöku gönguskíðaferð verða skíðaðir alls um 40 km í undurfagurri náttúru Tröllaskaga með leiðsögn. Skíðað er yfir Lágheiðina fyrsta daginn frá Fljótum til Ólafsfjarðar, annan daginn verður gengið í nágrenni Siglufjarðar, í Héðinsfirði eða Fljótum, allt eftir aðstæðum og snjóalögum.  Þriðji dagurinn er frjáls og þá er tilvalið skella sér á gönguskíði inni í Hólsdal, upp á skíðasvæðið í Skarðsdal eða á fjallaskíði, nú eða bara slaka á og njóta alls þess sem Sigló Hótel hefur  hefur upp á að bjóða.

Leiðangursstjórar eru hjónin Björn Z. Ásgrímsson og Sóley Ólafsdóttir, bæði vanir skíðagarpar og heimafólk á Tröllaskaga.  Björn er vanur leiðsögumaður sem þekkir svæðið einstaklega vel og skrifaði meðal annars bók FÍ um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum.

Þessi ferð er fyrir fólk sem vill nota gönguskíðin sem ferðamáta til þess að nálgast og njóta ótrúlegrar náttúrufegurðar í landslagi sem er annars illaðgengilegt yfir vetrartímann.  Þessi ferð hentar best fyrir utanbrautargönguskíði, en mögulegt er að nota hefðbundin gönguskíði. 

Það er nauðsynlegt að fólk hafi nokkra reynslu af skíðagöngu eða hafi farið á skíðagöngunámskeið.

Sjá nánar: HÉR

Mynd/af vefsíðu sotisummits.is