Í dag klukkan 13:00 til 14:00 verður þátturinn Tónlistin sendur út á FM Trölla.

Palli litli situr í stúdíói III í Noregi og sendir út þáttinn.

Nokkur ný lög verða spiluð í þættinum í dag. Þar á meðal nýtt lag eftir Þórð Helga Þórðarson, oft kallaður Doddi litli.

Hann segir hlustendum einnig frá tilurð lagsins.

Nokkur eldri og notuð lög verða spiluð í þættinum því eins og sagt er: eldri lögin eru alveg ómissandi.

Munið eftir að hlusta á þáttinn Tónlistin frá klukkan 13 til 14 í dag.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Eyjafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.