Í dag eru það eldri lögin. Þó ekki svo gömul. Til er smáforrit í snjallsíma sem heitir Soundhound. Með því er hægt að láta forritið hlusta á lag sem er verið að spila og ef forritið finnur það í gagnabanka á netinu þá sér notandi hvað lagið heitir og hver flytur, og hægt er að búa til lista á t.d. Spotify, Apple Music og víðar, með þessari tónlist sem SoundHound forritið finnur.


Þáttarstjórnandi Tónlistarinnar hefur verið nokkuð duglegur síðan árið 2015 að bæta lögum inn á listann sinn á Spotify sem heitir SoundHound. Og í dag er ætlunin að spila slatta af þessum SoundHound lista.

Þar koma við sögu meðal annars þau sem eru á myndinni hér að ofan sem eru:

  • Jason Derulo
  • Owl City
  • John Farnham
  • Robin Schulz
  • Julie Bergan
  • Niklas Strömstedt
  • Nik Kershaw
  • Donkeyboy

og margir margir fleiri.

Ekki gleyma að hlusta á þáttinn á https://trolli.is/

Útsendingatíðni FM Trölla er FM 103.7 fyrir þá sem búa í Eyjafirði, í Ólafsfirði, á Siglufirði, í Skagafirði eða á Hvammstanga.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Einnig má finna upptökur af fyrri þáttum á Trölli.is/fm-trolli