Að venju er björgunarsveitin Strákar á Siglufirði með flugeldasölu í húsnæði Stráka við Tjarnargötu 18 Siglufirði.

Flugeldasalan er einn mikilvægasti þátturinn í fjáröflun sveitarinnar. Þeir sem ekki ætla að kaupa flugelda geta styrkt björgunarsveitina með því að kaupa Rótarskot sem notið hafa mikilla vinsælda. Fyrir hvert keypt Rótarskot er gróðursett tré á reit sem Landsbjörg fékk úthlutað í Fjallabyggð.

Hægt er að skoða úrvalið, kaupa flugelda og Rótarskot í netverslun Stráka á strakar.flugeldar.is

Pantanir eru afgreiddar á opnunartíma flugeldasölunnar sem hér segir:

Opnunartímar:
Fimmtudagur. 28. desember: 18:00 – 20:00
Föstudagur. 29. desember: 18:00 – 21:00
Laugardagur. 30. desember: 13:00 – 22:00
Sunnudagur. 31. desember: 10:00 – 15:00

Björgunarsveitin Strákar þakkar fyrir stuðninginn á árinu og hvetur fólk til að fara varlega um áramótin.

Gleðilegt nýtt ár, Björgunarsveitin Strákar Siglufirði.