-22°C Á Sauðárkróki, enn einn dagurinn með grimmdarfrosti á þeim slóðum segir Einar Sveinbjörnsson á facebooksíðu sinni. Takið líka eftir því að -15°C voru í Ólafsfirði kl. 8 í morgun segir hann..

Ekki eins kalt við sjávarsíðuna. Þó var frostið -6 stig í Grímsey. Heimskautaloftið frá ísnum við A-Grænland teygir sig nú í átt að Norðurlandi. En útgeislunin í hægum vindinum hefur meiri þýðingu nú fyrir frostið en aðfluttur kuldi úr norðri. Enda er varla hægt að tala um N-átt!

Hingað til hefur frostið á Sauðárkróksflugvelli mest farið í -23,9 stig. Áhugavert verður að sjá hvort það fari neðar en það til morguns.

Hvorki Neslandatanginn við Mývatn, né Grímsstaðir á Fjöllum geta státað af meira frosti nú í desember.

Veiðavatnahraun sunnan Sprengisands á mesta frostið hingað til: -26,2°C.

Sjá frekari fréttir af veðri á Blika.is.

Mynd/Veðurstofa Íslands