Nú eru skólar byrjaðir aftur eftir jólafrí. Lögreglan á norðurlandi eystra biðlar til ökumanna nú sem endranær að gæta vel að börnum og öðrum gangandi vegfarendum – ekki síst núna í skammdeginu.

“Eins viljum við biðja ökumenn að huga vel að því hvar þeir leggja bifreiðum sínum. Það gerist of oft að bifreiðum er lagt í stæði fyrir skólabíla, og eins utan merktra stæða á bifreiðastæðum þar sem þeir þrengja að akstri slíkra bíla. Borið hefur á þessu t.d. við sundlaugina og Íþróttahöllina á Akureyri. Þetta þýðir að skólabílarnir komast jafnvel ekki að þeim húsum sem verið er að aka börnunum í og/eða að auka tilfæringar þurfi til við akstur þeirra. Þetta skapar allt aukna hættu.

Og nei, það má heldur ekki leggja svona “bara í 2 mínútur” því fólk sem það gerir veit sjaldnast hvenær von er á skólabíl”.

Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra