Í morgun snjóaði í fjöll á Kanaríeyjunum Tenerife og La Palma.

Stjörnustöðvarnar á eyjunum tveimur mældu frost upp á -1 og -2 °C

Í gærkvöldi náði vindhraði á svæðinu allt að 45 m/s.

Meðfylgjandi eru myndir úr vefmyndavélum stjörnustöðvanna.

Á Gran Canaria rigndi í morgun og gengur á með rigningu víða á eyjunni. Rigningarleysi undanfarin tvö ár var farið að segja til sín og stefndi í vatnsskort sums staðar.


Heimildir og myndir: Canarian weekly.