Matvælastofnun varar við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf. vegna framleiðslugalla. Fyrirtækið innkallar vöruna.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Ali hægeldaðar Sous Vide kjúklingabringur Rodizio
  • Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
  • Lotunúmer: 171396-1-09-1
  • Best fyrir: 14.04.2021
  • Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Nettóverslanir, Fjarðarkaup, Hagkaupsverslanir, Kjörbúðin og Hlíðarkaup

Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru með framangreindu lotunúmeri eru beðnir um að skila henni í viðkomandi verslun eða til Matfugls ehf, Völuteigi 2, Mosfellsbæ.

Ítarefni