Eldgos er hafið við Fagradagsfjall á Reykjarnesi. Eldbjarminn sést víða að og er þyrla Landhelgisgæslunnar að fara í loftið til að kanna stöðuna.

Meðfylgjandi mynd tók Halla Þórðardóttir í Þórkötlustaðarhverfi við Grindavík um 10 mín. eftir að gosið hófst.

Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins og biðla Almannavarnir til fólks um að halda sig heima og fylgjast með fréttum í stað þess að þjóta af stað til að fylgjast með nýhöfnu gosi.

Mynd/Halla Þórðardóttir