Lagt var fram vinnuskjal bæjarstjóra, á 688. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að endurbæta skrifstofu- og fundaraðstöðu að Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.

Ætlunin er að samnýta aðstöðuna með starfsfólki Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE).

Bæjarráð samþykkir að endurbæta skrifstofu- og fundaraðstöðu að Ólafsvegi 4 í samræmi við vinnuskjal og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 9/2021 að upphæð kr. 1.200.000.- við deild 31300, lykill 4960 kr. 290.000.-, lykill 8541 kr. 400.000.-, og lykill 8551 kr. 510.000.- og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé, samtals 2.400.000.- og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.