Ragnar Helgason

Ragnar Helgason hefur verið ráðinn í starf sérfræðings á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði.

Ragnar tekur við starfinu af Erlu Hrund Þórarinsdóttur sem lét nýlega af störfum. Fjármálasérfræðingur starfar á fjölskyldusviði og kemur að þjónustu við allar þrjár fagstoðir sviðsins; félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu. Starfið felur m.a. í sér gerð fjárhagsáætlana og fjárhagsstýringu málaflokka sviðsins í samráði við sviðsstjóra.

Ragnar leggur stund á BS nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst samhliða vinnu. Undanfarin ár hefur Ragnar starfað í Arion banka. Nú síðast í starfi sem fjármálaráðgjafi einstaklinga en einnig hefur hann starfað þar sem fyrirtækjaráðgjafi og viðskiptastjóri. Í störfum sínum fyrir Arion banka sinnti Ragnar ýmis konar fjármálagreiningum og þekkir hann því vel til fjárhagsáætlana, rekstraráætlana o.s.frv. Ragnar hefur að auki mikla reynslu í úrvinnslu tölulegra gagna og framsetningu þeirra.