Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála á 737. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar er varðar erindi Guðmanns Sveinssonar f.h. Ástarpunganna hvar óskað er styrks í formi afnota af Tjarnarborg þann 30. apríl n.k. vegna fjölskylduskemmtunar og dansleiks, þ.e. svokallaðra „Verbúðar-tónleika“, hvar lögin úr þáttunum Verbúðin verði flutt.

Fram kemur í umsögn deildarstjóra að kostnaður vegna húsaleigu og rútuferða nemi 208 þúsundum og að ef til komi þá rúmist styrkur innan fjárheimilda.

Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að styrkja verkefnið annarsvegar í formi leigu vegna Tjarnarborgar og hinsvegar að boðið verði upp á rútuferðir milli byggðakjarna í tengslum við skemmtunina.