Matvælastofnun varar við neyslu á ís frá Ketó kompaní vegna örverumengunar.

Um er að ræða innköllun á fjórum tegundum af ís, Kökudeigsís, Jarðaberjaostakökuís, Fíla karamelluís og Saltkaramelluís, framleiddum á sama degi.

Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis (HHGK) innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.

Nánar hér á vef MAST.

Saltkaramellu ís