Nú er sá tími ársins sem margir eru farnir að finna fyrir frjóofnæmi, en allt að þriðjungur þjóðarinnar finnur fyrir einhverjum einkennum.

Frjóofnæmi telst ekki vera alvarlegur sjúkdómur en óþægindi geta verið töluverð en með réttri meðhöndlun er hægt að halda einkennum í skefjum.

Á heimasíðu Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins er fín grein  „Nokkur ráð við frjóofnæmi“ eftir Rögnu Sif Árnadóttur sérnámslækni.

Einnig hafa Astma- og ofnæmissamtökin gefið út bækling „Frjóofnæmi“ um þetta málefni, að auki eru ýmsar gagnlegar upplýsingar á heimasíðu þeirra ao.is .