Kosning um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði fer nú fram á netinu með rafrænum skilríkjum undir slóðinni kirkjugardur.betraisland.is. Valið stendur á milli afmarkaðs svæðis við Brimnes og við Garðsveg. Aðeins íbúar 18 ára og eldri með lögheimili í Ólafsfirði geta tekið þátt í staðarvalinu og bent er á að niðurstaðan er ekki bindandi heldur aðeins ráðgefandi fyrir ákvarðanatöku bæjarstjórnar.

Við framkvæmd íbúakosningarinnar er notast við samráðsvefinn betraisland.is. Vettvangurinn hefur áður verið notaður af sveitarfélaginu til þess að leita álits íbúa með góðum árangri. Á svæðinu geta allir kynnt sér upplýsingar og leiðbeiningar um kosninguna, staðarvalsgreininguna og þá tvo kosti sem hægt er að kjósa um. Kosningu lýkur þann 10. maí nk. kl.23:59.

Tæknileg aðstoð og aðrar leiðbeiningar verða veittar í Bylgjubyggð 2b á eftirfarandi tímum:

Föstudagur 3. maí, kl. 9:00-14:00.
Mánudagur 6. maí, kl. 13:00-15:00.
Fimmtudagur 9. maí, kl. 13:00-15:00.
Föstudagur 10. maí, kl. 9:00-14:00.