Jarðskjálfti upp á 5.2 á Ricter var kl.15.05, 18,1 km NV af Gjögurtá segir á vefsíðu Veðurstofunnar.

Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi, fregnir bárust úr Vaglaskógi um að hann hefði fundist þar.

Viðmælandi Trölla á Siglufirði sagði að allt hefði skolfið og gengið til þar sem hann var úti við að þvo bílinn. Fjölskyldunni stæði ekki á sama en hann var ekki búinn að kanna skemmdir.

Skjálfta­hrina hef­ur staðið yfir síðan í gær en um kvöldmatarleitið í gær­kvöldi jókst skjálftahrinan. Sex­tán skjálft­ar yfir 3 að stærð hafa orðið síðan í gær­kvöldi.

Trölli.is mun fylgjast með gangi mála.

Fyrstu fréttir hermdu að skjálftinn hefði verið 5.2 að stærð, Veðurstofa Ísbands gaf það síðan út að skjálftinn hefði verið 5.5 á Ricter en lækkaði aftur niður í 5.2. Fjölmargir eftirskjálftar hafa mælst og allmargir stærri en 3 á Ricter.

Fréttin hefur verið uppfærð.