Múslíbrauð með fræjum, kornum og öðru góðgæti

 • 4 dl hveiti
 • 3 1/2 dl heilhveiti
 • 3 1/2 dl múslí (ég var með Organic basic muesli frá Crispy Food)
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 1/2 dl fimmkornablanda
 • 2 1/2 dl solkjarnafræ
 • 1 1/2 dl rúsínur
 • 1 tsk maldon salt
 • 3 msk fljótandi hunang
 • 1 msk vínsteinslyftiduft (má líka nota venjulegt lyftiduft)
 • 2 dl vatn
 • 7 dl ab-mjólk

Hitið ofninn í 200°. Blandið þurrefnum saman í skál. Setjið hunang, vatn og ab-mjólk saman við og hrærið öllu varlega saman. Látið deigið í smurt brauðform eða formkökuform og bakið í ca 55-60 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit