Skólahreysti var haldin í íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 30. apríl kl. 17 og var keppnin sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Keppendur Grunnskóla Fjallabyggðar voru þau Ólöf Elísabet Friðriksdóttir (hreystigreip og armbeygjur), Svava Rós Kristófersdóttir (hraðabraut), Árni Helgason (hraðabraut) og Viktor Máni Pálmason (upphýfingar og dýfur). Varamenn voru Silja Rún Þorvaldsdóttir og Tómas Ingi Ragnarsson.

Nemendur unglingadeildar fóru með rútu á keppnina ásamt kennurum sínum og studdu liðið áfram. Keppnisliðið stóð sig frábærlega og endaði í 3. sæti.

Glæsilegur árangur hjá nemendum Grunnskóla Fjallabyggðar.Hér má sjá fleiri myndir frá deginum.

Heimild og mynd/ Grunnskóli Fjallabyggðar