Með hækkandi sól fer götusóparinn af stað í Fjallabyggð.
Í dag, fimmtudaginn 2. maí verður hafist handa við vorhreinsun gatna. Áætlað er að hreinsunin standi yfir í nokkra daga.

Bæjarbúar eru beðnir um að fylgjast vel með og færa til ökutæki ef kostur er á til að auðvelda hreinsun gatna.

Mynd/af netinu