Þá eru vetrarmótin hjá yngri flokkum KF hafin.

Helgina 5. – 6. nóvember fór Stefnumót KA í 4.flokki karla fram og var KF/Dalvík með tvö lið á mótinu.

Liðunum gekk mjög vel en margir drengjanna voru að spila sína fyrstu leiki á stórum velli og lærðu því mikið í hverjum leik.

Um nýliðna helgi tók 5. flokkur karla þátt í Goðamóti Þórs og næstu helgar er hvert mótið á fætur öðru:18.-20. nóvember er Stefnumót KA í 4.kvenna.25.-27. nóvember er Goðamót Þórs í 6.kvenna.

3. og 10.desember eru svo dagsmót hjá yngstu aldursflokkunum.

Öll þessi mót fara fram á Akureyri.


Mynd: Annað liðið í 4. flokki karla af facebook síðu Frétta- og fræðslusíðu UÍF