Í dag, laugardaginn 28 desember kl 15, verður íþróttamaður USVH árið 2019 útnefndur á Staðarskálamótinu sem fram fer í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Tilnefndir eru eftirfarandi einstaklingar í stafrófsröð.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir
Eysteinn Tjörvi Kristinsson
Hannes Ingi Másson
Helga Una Björnsdóttir
Hlynur Rafn Rafnsson
Jóhann B. Magnússon
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir


Íþróttamaður USVH árið 2018 var Perla Ruth Albertsdóttir handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins. (Forsíðumynd)