Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Stráka hefst í dag að Tjarnargötu 18 á Siglufirði.

Í boði er fjölbreytt úrval flugelda og er talið að “Kaka ársins 2019” verði vinsælust í ár, vinsælasta kaka undanfarna tvo áratugi er “Top Gun” og er hún einnig til sölu.

Annað árið í röð er til sölu “Skjótum rótum”. Rótarskot er leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna og stuðla um leið að trjárækt á Íslandi.

Skjótum rótum

Rótarskot gefur af sér tré sem er gróðursett í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og fjölmargar deildir þess um land allt. Tré verða gróðursett á 19 stöðum víðsvegar um landið.

Flugeldasýning verður í boði Stráka, Fjallabyggðar og nokkurra fyrirtækja á gamlárskvöld á Vesturtanga.

Opnunartímar:

Laugard. 28. des. kl. 17:00 – 19:00
Sunnud. 29. des. kl. 17:00 – 20:00
Mánud. 30. des. 13:00 – 21:00
Þriðjud. 31. des. 10:00 – 15:00
Mánud. 06. jan. 13:00 – 16:00

Ath: Hægt er að greiða með Netgíró.

Mikið úrval flugelda er í boði