Samkvæmt nýjustu samantekt Hagstofunnar á íbúafjölda í sveitarfélögum heldur íbúum Húnaþings vestra áfram að fjölga. Þann 1. nóvember voru íbúar sveitarfélagsins 1259 samanborið við 1230 í desember í fyrra. Ef litið er lengra aftur í tímann þá hefur fjölgað um 40 manns frá því í desember 2020 og 49 frá því í desember 2019.

Frá því í desember 2021 hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað um 2,4%. Er það mesta fjölgunin í landshlutanum en í Skagafirði fjölgaði um 0,1%. Í öðrum sveitarfélögum landshlutans hefur fækkað. Á sama tíma hefur íbúum á landinu öllu fjölgað um 3,1%.

Hér að neðan má sjá töflu yfir íbúafjölda á Norðurlandi vestra á tímabilinu 1. desember 2019 til 1. nóvember 2022.