Fjallabyggð veitir ár hvert félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.

Auglýst er eftir styrkumsóknum að hausti ár hvert og er styrkjum úthlutað í upphafi næst komandi árs.

Úthlutaðir fjárstyrkir fyrir árið 2021 nema alls kr. 11.064.000.- Þar af fara 2.700.000 kr. til einstakra menningartengdra verkefna, 1.350.000 kr. til reksturs safna og setra og styrkir til hátíðahalda kr. 3.050.000.- Úthlutaðir styrkir til fræðslumála nema kr. 232.000.- og til ýmissa verkefna kr. 3.200.000.- Að auki eru styrkir veittir í formi afnota af húsnæði og/eða munum sveitarfélagsins.

Áfram verður veittur styrkur til bæjarlistamanns og er upphæð hans óbreytt frá fyrra ári kr. 300.000.-

Sjö umsóknum var hafnað.

Umsækjendur um styrki á árinu 2021 fá tilkynningu um úthlutun á íbúagátt Fjallabyggðar um ákvörðun bæjarráðs, fræðslu- og frístundanefndar og markað- og menningarnefndar.