Gestaherbergið er eins árs!
Gestaherbergið fer aftur í loftið eftir sumarfrí í dag, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 17:00-19:00 og er þátturinn að vanda sendur beint frá Stúdíó 3 í Noregi.

Helga og Palli stjórna Gestaherberginu á FM Trölla.


Gestaherbergið fór fyrst í loftið 1. september í fyrra og fögnum við því eins árs afmæli! Hver hefði trúað því?
Við munum líta yfir farinn veg, rifja upp hvernig þessi vitleysa öll byrjaði og fá að heyra smá hljóðbrot úr fyrsta þættinum. Við munum að sjálfsögðu tala um allar þagnirnar (eða flestar) en alls ekki spila þær!
Við tökum fagnandi á móti öllum kveðjum á Facebooksíðu Gestaherbergisins og í síma 5800 580 milli kl. 17-19 til okkar, ættingja og vina.
Og að sjálfsögðu spilum við óskalög eins og alltaf.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is/gear/player/player.php

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is