Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri reglugerð um niðurdælingu koldíoxíðs.

Alþingi samþykkti í vor lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem fela í sér innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um kolefnisföngun og geymslu á koldíoxíði í jörðu.

Reglugerðardrögin sem nú eru til kynningar kveða nánar á um framkvæmd niðurdælingar koldíoxíðs í jarðlög. Er þar lagt til að breyting verði gerð á reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit til að tengja betur saman reglur um starfsleyfi, vöktun og eftirlit.

Óskað er eftir að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist eigi síðar en 13. september nk.

Reglugerð um niðurdælingu koldíoxíðs


Mynd: Golli