Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Íbúðarsvæði við Aðalgötu og Ólafsveg í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti þann 26.júní sl. tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 samkvæmt 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að Aðalgata 15 og Ólafsvegur 3 verði skilgreint sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir þjónustustofnanir. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 17.maí 2018.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til tæknideildar Fjallabyggðar.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar.

 

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 (PDF)

Frétt: Fjallabyggð