Haustið 2010 voru leikskólarnir í Fjallabyggð: Leikhólar og Leikskálar sameinaðir sem Leikskóli Fjallabyggðar.

Ekkert lógó var til fyrir leikskólann.

Það var svo í nóvember síðastliðnum, 13 árum eftir sameininguna, þegar verið var að vinna í leikskólanum listaverk fyrir sölusýningu foreldrafélagsins að upp kom sú hugmynd að nota teikningar barnanna í lógó fyrir leikskólann.

Andri Hrannar Einarsson var fenginn til liðs við leikskólafólk til að útfæra hugmyndavinnuna sem stóð yfir.
Fyrir utan teikningar barnanna fékk Andri þær upplýsingar að kjörorð leiksólans: “Leikur að læra” og kjörorð fræðslustefnu Fjallabyggðar: “Kraftur, Sköpun, Lífsgleði” skyldu einnig vera í lógóinu. Einnig ætti það að vera litríkt og skemmtilegt.

Þá tók Andri Hrannar við keflinu hóf grunnvinnu sem var svo kastað á milli leikskóla og Andra. Í þeirri grunnvinnu við að finna kjarnann í lógóinu urðu fjöllin sem umvefja íbúa Fjallabyggðar fyrir valinu.

“Í dag erum við ákaflega stolt af því að kynna nýtt lógó með léttu yfirbragði sem lýsir gleðinni í leikskólanum svo vel”
– er haft eftir starfsmanni leikskólans.