Klukkan 13:00 til 14:00 í dag verður þátturinn Tónlistin á dagskrá.

Flytjendur þeir sem komast að í þættinum í dag eru í stafrófsröð: Anna of the north, Anton Líni, Bebe Rexha, Cupid girl, Einar Freyr, Jóhanna Seljan, Jungle og Erick the architect, Khalid, Kvika, Kygo ásamt Paul McCartney og Michael Jackson, Nothing but thieves, Pálmi og Rakel, The smashing pumpkins, Tilbury, Tones and I, Weathers.

Gamla lag þáttarins er með Tilbury og er stundum kallað grill-lagið, vegna upphafsorða textans sem hægt er að sjá hér.

Þátturinn verður svo í fríi á páskadag, 9. apríl.

En annars er hann á dagskrá á FM Trölla og sendur út úr hljóðveri III í Noregi á FM Trölla og trölli.is.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.