Á 627. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar voru teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

Reiknað er með vísitöluhækkun upp á 3% á milli ára.
Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48% Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49%, B 1,32% og C 1,65%)
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt (A 1,90% og C 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 45.500 kr. úr 44.000 kr.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta lækki í 0,29% úr 0,32%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda lækki í 0,29% úr 0,31%.
Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verður óbreyttur á milli ára, að hámarki kr. 70.000.

Tekjumörk eru sem hér segir:
Flokkur – Einstaklingar
Afsláttur
1. 0 – 3.200.000 – 100%
2. 3.200.001 – 3.800.000 – 75%
3. 3.800.001 – 4.400.000 – 50%
4. 4.400.001 – 5.000.000 – 25%
5. 5.000.001 – – 0%

Flokkur – Hjón/Sambýlisfólk
Afsláttur
1. 0 – 4.200.000 – 100%
2. 4.200.001 – 4.800.000 – 75%
3. 4.800.001 – 5.400.000 – 50%
4. 5.400.001 – 6.000.000 – 25%
5. 6.000.001 – – 0%

Húsaleiga hækki um 2,5% þann 01.01.2020.
Áfram verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.
Gjald fyrir skólamáltíðir í Grunnskóla Fjallabyggðar helst óbreytt í krónum talið á milli ára, líkt og fyrri ár.
Aðrar gjaldskrár og þjónustugjöld 1. janúar 2020 taki mið af breytingum miðað við vísitöluhækkun, hækkun verði þó ekki meiri en 2,5%.

Bæjarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar og áætlaða útkomu fyrir bæjarsjóð Fjallabyggðar fyrir árið 2020. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umsagnar hjá nefndum og deildarstjórum. Niðurstöður nefnda þurfa að liggja fyrir eigi síður en 15. nóvember nk..