Þann 1. janúar 2020 eru 75 ár síðan Ólafsfjörður hlaut kaupstaðarréttindi, þau fékk bærinn 1. janúar 1945.

Á 627. fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar var lögð fram beiðni um aðkomu Fjallabyggðar að afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar.

Lagt var fram erindi Bjarneyjar Leu Guðmundsdóttur og Þorsteins Ásgeirssonar fh. Markaðsstofu Ólafsfjarðar og Pálshúss, dags. 27.10.2019 þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar vegna viðburða um verslunarmannahelgina 2020 vegna 75 ára kaupstaðarréttinda Ólafsfjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2020.