Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum.

Svæðin sem losunin nær til eru þessi, Reykjaströnd, Skörð, Skagi og Fljót.

Eigendur rotþróa eru vinsamlegast beðnir um að tryggja aðgengi losunarbíls að rotþróm og að þær séu auðfinnanlegar og opnanlegar.

Ef eigendur hafa athugasemdir fram að færa vinsamlegast komið þeim á framfæri á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455 6000 eða á netfangið ipi@skagafjordur.is