„Kisin gretir“, eða „hinn mikli lasanja köturinn“ er fyrir löngu orðinn að nútímagoðsögn.

Hann sló eftirminnilega í gegn á netinu og enn þann dag í dag deilir fólki ódauðlegum statusnum um hann og heldur minningu hans lifandi. 

En hvað varð eiginlega um þennan hjuts ess bansa, hver keypti hann og á hvað mikið? Og hvað svo? Er satt að honum hafi hreinlega verið fargað? Ýmsar kenningar hafa verið uppi um afdrif hans en núna loksins verður saga hans sögð, undanbragðalaust.

Lagið er komið í spilun á FM Trölla

GDRN og Baggalútur sameina hér krafta sína til að koma sögunni um þennan „hjuts ess bansa“ á framfæri, eins og hún var í raun og veru.

Flytjandi: Baggalútur & GDRN
Heiti lags: HJUTS ESS BANSI
Útgefandi: Alda Music
Höfundur lags og texta: Bragi Valdimar Skúlason

Lagið á Spotify


Forsíðumynd: Baggalútur. Mynd: Hörður Sveinsson