Slökkvilið Fjallabyggðar heimsækir elstu börnin í leikskólunum í sveitarfélaginu árlega til þess að fræða börnin um eldvarnir. Tilgangurinn er einnig að tryggja traustar eldvarnir í leikskólunum sjálfum í samvinnu við starfsfólk.

Slökkviliðið heimsótti börnin snemma í haust á síðasta ári og í allan vetur hafa þau reglulega farið í gegnum leikskólann sinn og athugað hvort eldvarnir séu í lagi.

Í gær var svo komið að útskrift og komu börnin á slökkvistöð þar sem þau fengu viðurkenningarskjal fyrir aðstoðina í vetur og urðu þar með aðstoðarmenn Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Sem betur fer mættu allir í pollagalla enda var vatnsveggurinn mjög vinsæll í heimsókninni.

Heimild og myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar