Rafmagnsleysi var á Akureyri, Eyjafirði og Tröllaskaga í ríflega tvær klst. í dag.

Raf­magns­leysið var vegna bil­un­ar í kerfi Landsnets. Á vefsíðu Rarik seg­ir að leyst hafi út í tengi­virk­inu á Rangár­völl­um með þess­um afleiðing­um. Verið er að vinna við upp­bygg­ingu á raf­orku­kerf­inu.

Svona víðtækt rafmagnsleysi hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á daglegt líf. En eins og sjá má á meðfylgjandi myndum létu þessir duglegu unglingar í bæjarvinnunni það ekki á sig fá og unnu við að prýða umhverfið.

Rafmagnstruflanir verða á Árskógssandi, Hauganesi, Grýtubakkahreppi að Fagraskógi, Hjalteyri og sunnan við Hjalteyri að Hólkoti fimmtudaginn 06.08.2020 frá kl 06:00 til kl 06:15 og aftur frá kl. 20:30 til kl 20:45 vegna vinnu við dreifikerfið.

Þessir duglegu strákar slógu með bensín sláttuorfum á meðan atvinnulífið lá nánast niðri
Stafsmenn Fjallabyggðar yfirfóru yfirfallsdælur í fráveitubrunnum þegar rafmagnið komst á að nýju