Af gefnu tilefni ber að ítreka að notkun tóbaks og nikótíns í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar er stranglega bönnuð.

Það er argasti sóðaskapur að henda nikótínpúðum ofan í ræsi heitapotta og á stéttir í kring um sundsvæðið. Börnum stafar mikil hætta af nikótínpúðum og geta orðið fyrir mjög alvarlegri eitrun ef þau setja púðana upp í sig.

Starfsmenn íþróttamiðstöðvanna sjá til þess að heilsa og öryggi þeirra sem þangað koma sé sem best tryggð. Á þeim grundvelli verður hverjum þeim sem verður uppvís að því að kasta nikótínpúðum eða öðru sambærilegu á stéttir og í ræsi settur í bann og meinaður inngangur.

Mynd/Sundlaug Ólafsfjarðar