Oddgeir Reynisson útibústjóri Arion banka í Fjallabyggð tilkynnti það á facebook síðu sinni að hann lætur af störfum í bankanum fimmtudaginn 31. maí. Að sögn mun hann flytja aftur suður, er hann þakklátur fyrir að hafa kynnst svona mörgu góðu fólki sem tók honum opnum örmum þann tíma sem hann starfaði í Fjallabyggð.

Oddgeir Reynisson fráfarandi útibústjóri Arion banka í Fjallabyggð

Í gær var Elsa Guðrún Jónsdóttir kynnt sem eftirmaður Oddgeirs, hefur hún starfað í Arion banka í Fjallabyggð og er búsett á Ólafsfirði.
Bjóðum við Elsu Guðrúnu velkomna til starfa og þökkum jafnframt Oddgeir fyrir góða viðkynningu og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Elsa Guðrún Jónsdóttir, nýráðin útibústjóri Arion banka í Fjallabyggð

 

 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir