Fasteignamiðlun kynnir eignina Skógarstígur 8, 581 Siglufirði, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 235-2265 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Skógarstígur 8 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 235-2265, birt stærð 90.1 fm. Að auki er 15m2 gistiskúr á palli sem er ekki inn í birtri stærð. 

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá myndir: HÉR

Um er að ræða heilsárshús sem staðsett er í frístundabyggð gegnt Siglufirði með miklu útsýni yfir fjörðinn. Eignin var í byggingu árið 2014 og tekin í notkun árið 2015. Húsið er klætt bárujárni og timbri að utan og því viðhaldslítið. Stórir gluggar eru frá gólfi með hertu öryggisgleri því mikið og fallegt útsýni yfir allann fjörðinn en eignin stendur efst á hæð frístundsabyggðar. Timbur pallur liggur utan um alla eignina með stórum palli sunnan við eignina með heitum potti og skjólveggjum með hertu gleri. Á palli er 15m2 svefnaðstaða með klósetti og vask og góðu gistirými með opnanlegur gluggum. Parket er á gólfi og flísar á baðherbergi. Rafmagnsofn er til kyndingar í gistirými í og sér rafmagnstafla í rýminu. Framan við eign er stórt hellulagt plan og stórt bílaplan með möl. 
Eignin er á einni hæð með Quick-stepp harðparketi. Baðherbergi og þvottahús með flísum á gólfum. Gólfhitakerfi með Danfoss stýringu. Anddyri er rúmgott með ágætis fatahengi. Eldhús og stofa liggja saman í opnu rými með miklu gluggaplássi og þar af leiðandi frábæru útsýni. Eldhúsinnrétting er með hvítum neðri skápum og ljósmáluðum efri skápum. Eyja er fyrir miðju sem er límd niður svo hægt er að fjarlægja hana. Eldhúsið er útbúið helluborði, ofn, uppþvottavél, vask og ísskáp. Búið er að stækka eignina út til suðurs. Tvö rúmgóð svefnherbergi annað með útgang út á suðurpall og hitt með ágætis fataskáp. Baðherbergi er með frístandandi sturtuklefa, innréttingu og vask og upphengdu klósetti. Útgangur er út úr baðherbergi út á suðurpall. Geymslu loft er yfir hluta hús með (lúgu)stiga í þvottahúsi.
Myndavélar eru allt í kring. Bílaahleðslustöð er við bílaplan. 

Einnig er óeinangraður geymsluskúr á lóðinni með steyptum botni og klæddur með bárujárni og timbri. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali í Fjallabyggð

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.