Alls voru 230.626 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. júlí síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.675 meðlimi og

Fríkirkjan í Reykjavík með 10.016 meðlimi.

Fjölgun mest í siðmennt

Frá 1. desember sl. hefur fjölgunin verið mest í Siðmennt eða um 276 meðlimi.  Í ásatrúarfélaginu hefur fjölgað um 216 meðlimi. Mest fækkun var í þjóðkirkjunni eða um 528

og í zuism fækkaði um 167 meðlimi. 

Í nýliðnum mánuði kom á skrá fimmtugasta og fyrsta trú- og lífsskoðunarfélagið. Það er félagið Lakulish jóga á Íslandi. Alls eru nú 30 meðlimir skráðir í félagið.

Alls eru rúmlega 7% landsmanna skráð utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls voru 26.806 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. júlí sl. eða 7,3% landsmanna. Alls eru 54.002 landsmanna með ótilgreinda skráningu eða 14,7%. 

Hér má sjá töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. júlí sl.  og samanburð við tölur frá 1. desember 2018 og 2019.