Fróðleg erindi á Náttúrustofuþingi á Sauðárkróki í dag.

Í dag, fimmtudag, fer fram Náttúrustofuþing 2019 með fjölbreyttri dagskrá fyrirlestra sem öllum er velkomið að sækja.

Málþingið hefst kl: 09:45 í húsakynnum Náttúrustofu Norðurlands vestra, Aðalgötu 2 og stendur til 12:50. Fjallað verður m.a um nytjar skóga sjávar, sjávarlús á laxfiskum á Vestfjörðum, breytingar á jökullónum og framtíð þeirra, umgengni við garðfugla, helsingja, farleiðir óðinshana, stofnsveiflur og vistfræði lunda, landneman glærmöttul, og erfðafræðirannsóknir. Sjá nánar í dagskrá málþingsins.