Stofnuð hefur verið facebook síða um áskrifenda söfnun í tilefni af því að í september á þessu ári kemur út ævisaga Gústa guðsmanns sem er öllum Siglfirðingum og mörgum öðrum hugleikinn. Er hann án nokkurs vafa einhver þekktasti sjómaður og karakter Íslendinga á 20. öld. Sigurður Ægisson ritar sögu Gústa og mun Bókaútgáfan Hólar annast útgáfuna. Bókin, sem verður um 300 blaðsíður, er afrakstur næstum tveggja áratuga heimildasöfnunar.

Nú er að hefjast söfnun áskrifenda að bókinni og mun Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði annast hana. Verð hverrar áskriftar er kr. 8.000 og mun björgunarsveitin fá kr. 2.500 þar af.

Séra Sigurður Ægisson hefur ritað ævisögu Gústa Guðsmanns

 

Nöfn áskrifenda (einstaklinga / hjóna / félaga / fyrirtækja) verða birt aftast í bókinni undir fyrirsögninni: „Eftirtaldir aðilar minnast Gústa guðsmanns með hlýhug.“ Söfnun áskrifenda lýkur 1. júní næstkomandi. Athugið að Facebook gefur einungis möguleika á hálfum mánuði í senn undir viðburði frá skráningu, þannig að dagsetningin þar er ekki rétt.

Það er von aðstandenda bókarinnar að viðtökur verði góðar og geta þau sem vilja vera á ofannefndum lista haft samband við Áka Valsson (899-2051), Magnús Magnússon (847-4582) eða Ómar Óskarsson (861-4240) eða sent tölvubréf á strakarsg@simnet.is. Mikilvægt er að fullt nafn, heimilisfang og kennitala fylgi með.

Greiðsluseðill fyrir bókinni verður sendur út um miðjan ágúst með eindaga 1. september. Sjá nánar á facebook

Sigurður hefur í gegnum tíðina skrifað jöfnum höndum greinar í blöð og tímarit, hér á landi sem erlendis, um guðfræði, náttúrufræði, sagnfræði og þjóðfræði og margt fleira. Hann er textahöfundur bókanna Ísfygla : íslenskir fuglar : aves Islandicæ (1996), Íslenskir hvalir, fyrr og nú (1997), Íslenskar kynjaskepnur (2008), sem hreppti 2. sæti Bókmenntaverðlauna starfsfólks bókaverslana og var tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis, Hvalir (2010), Icelandic trade with gyrfalcons : from medieval times to the modern era og Íslenska Biblían : ágrip rúmlega fjögurra alda sögu. Auk þess ritstýrði hann Á sprekamó : afmælisrit tileinkað Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi sjötugum, 11. júní 2005(2005) og Örnólfsbók : afmælisrit tileinkað Örnólfi Thorlacius 75 ára (2006).

 

Gústi skrifaði niður allar aflatölur

 

.

 

Guðsorð Gústa