Lagðar voru fram athugasemdir á 273. fundi skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar, sem bárust vegna grenndarkynningar á fyrirspurn JE vélaverkstæðis um nýbyggingu við Gránugötu 13.

Fyrirspurn vegna JE Vélaverkstæðis

Þar segir Róbert Guðfinnsson meðal annars fyrir hönd Selvíkur ehf.

“Ljóst er að ásýnd og ímynd Siglufarðar hefur gjörbreyst á undanförnum árum og fárfesting í ferðarþjónustu hleypur á milljörðum. Af þessum sökum er brýnt að tryggja að öll uppbygging í bænum, ekki síst í nágrenni við miðbæinn sé í samræmi við nýja ímynd bæjarins. Þá er jafnframt brýnt að öll stjórnsýsla í kringum uppbyggingu og framkvæmdir á nærsvæðum miðbæjarins sé unnin á eins faglegan hátt og kostur er þannig að ekki skapist fordæmi fyrir byggingum sem skaða núverandi byggðamynstur, skerða útsýni og valda óþarfa skuggavarpi”.

Steinunn Marteinsdóttir segir meðal annars fyrir hönd íbúa Aðalgötu 15 og 17.

“Með mikilli virðingu og velvilja fyrir þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í umræddri nýbyggingu þá er að mínu mati það að reisa stórt iðnaðarhúsnæði í miðbæ Siglufjarðar árið 2021 algjör tímaskekkja.
Ekki einungis að há byggingin taki útsýni frá fjölmörgum íbúum, heldur hversu mikið þetta breytir ásýnd miðbæjarins og hverfisheildinni svo um munar. Sjaldan hefur verið fleira af ungu fólki sem búa í miðbænum og ekki síst á neðanverðri Þormóðseyri og eitt er það að vinna með þau iðnaðarhúsnæði sem fyrir eru en að viljandi að bæta við stórum iðnaðarhúsnæðum í miðbænum er skrítin stefna”.


Nefndin þakkar fyrir athugasemdir umsagnaraðila og felur tæknideild að vinna úr þeim og kalla nefndina til fundar þegar úrvinnsla þeirra liggur fyrir.

Sjá nánar: Hér