Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn R5 bar við Ráðhústorg 5 á Akureyri þann 19.01.2020 um klukkan 01:30.

Nokkrir aðilar veittust þar að tveimur mönnum og stóð árásin yfir í nokkrar mínútur.

Þeir sem urðu vitni að líkamsárásinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444-2800 eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.