Að fara daglega í sturtu, þykir jafn sjálfsagt og drekka morgunkaffið eða bursta í sér tennurnar segir í grein á vefmiðlinum Lifðu núna. En það gæti verið ástæða til að láta af þessum ávana, ef marka má álit sérfræðinga.

Þannig hljóðar upphaf greinar eftir Helen Wolfe á vefnum considerable.com. En greinin fer hér á eftir í lauslegri þýðingu Lifðu núna.

Um tveir þriðju Bandaríkjamanna fara daglega í stutru. Fólk heldur því fram að sturtan hjálpi þeim að vakna almennilega og koma kollium í gang, sérstaklega eftir líkamsþjálfun eða áreynslu og ef það er heitt og rakt veður.

Þegar kemur að því að bæta heilsuna, er hins vegar hreint ekki víst að dagleg sturta skipti miklu máli, segir Dr. Robert Shmerling, við læknadeild Harvard háskóla. „Satt að segja getur það jafnvel verið slæmt fyrir heilsuna að fara í sturtu á hverjum degi,“ segir hann.

Það eyðir rakanum úr húðinni að þvo sér og skrúbba á hverjum degi, hún getur orðið þurr og menn geta fundið fyrir kláða  segir í greininni. Þetta eigi sérstaklega við um eldra fólk, en húðin verði þynnri með aldrinum, tapi raka og verði viðkvæmari. Bakteríur eigi greiðari aðgang í gegnum þurra og sprungna húð og geti valdið sýkingum og ofnæmisviðbrögðum.

„Ég held að sturtuböð séu aðallega spurning um útlit“ segir Dr. Elaine Larsson við hjúkrunarskólanum í Columbía háskólanum. „Fólk heldur að það baði sig til að verða hreinna, en ef horft er á bakteríuflóruna, er sú alls ekki raunin. Dagleg sturta getur dregið úr náttúrulegum vörnum húðarinnar, þannig að hún verði viðkvæmari fyrir bakteríum og vírusum.

Dr. Jennifer Hermann, sérfræðingur í húðsjúkdómum er sammála Larson og Shmerling. „Húðin er svipt sínum eðlilega raka og vörn“, segir hún. „Þetta veldur þurrki í húðinni og getur aukið á  húðvandamál eins og exem, rósroða og Psoriasis.

Vitnað er í það í greininni að sumir læknar telji að það styrki  ónæmiskerfi mannsins að komast í snertingu við örverur og óhreinindi. Stöðugar baðferðir yfir lengri tíma geti stuðlað að ýmsum sjúkdómum svo sem ofnæmi, astma og jafnvel sykursýki. Þá geti þær veikt ónæmiskerfið.

Sjá nánar á Lifðu núna.