Hin árlega eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga verður farin fimmtudaginn 24. júní 2021. 

Lagt verður af stað kl. 9:00 og farið austur í Bárðardal. Þaðan verður farið upp í Mývatnssveit og snæddur hádegisverður í Selhótel. Að því loknu verður farinn hringur í Mývatnssveit, þaðan ekið eins og leið liggur að Þeystareykjum og svo til Húsavíkur. Að lokum verður farið til Akureyrar með kaffi-viðkomu í Dalakofanum.

Ferðin kostar kr. 5.000 á mann. (Greitt er í rútu)

Skráning í ferðina er á skrifstofum félagsins, í síma 460 3600, eða netfangið ein@ein.is til 21. júní 2021.