Á vef Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er nákvæm lýsing á því hvernig Pæjumót 2018 átti að fara fram.

Athygli vekur þó efsta línan í þeirri frétt sem segir:

——- Pæjumóti 2018 hefur verið aflýst ——-

Vafalítið þykir mörgum þetta miður, því Pæjumótið var um árabil mjög fjölmennur fjölskyldu viðburður á Siglufirði.

Hugsanlega hefur vefur KF verið “hakkaður”, en miðað við þróun mála í fjölmennum viðburðum á Siglufirði í sumar, þarf þetta kannski ekki endilega að koma mikið á óvart.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Heimild: kfbolti.is