Kartöflukaka með sýrðum rjóma og kavíar 

  • 600 g kartöflur
  • 2 dl sýrður rjómi
  • 250 g kavíar
  • 1 rauðlaukur
  • graslaukur
  • ferskt dill
  • 1 sítróna
  • salt og pipar

Setjið kavíar í sigti svo hann verði alveg þurr. Skrælið kartöflurnar og rífið á grófu rifjárni. Saltið og kreistið vökvann frá.

Hitið olíu og smjör á pönnu (veljið pönnustærð eftir hversu stóra þið viljið hafa kartöflukökuna, það er hægt að gera eina stóra eða fleiri minni), setjið kartöflurnar á pönnuna og sléttið úr þeim með spaða svo kartöflukakan verði jafn þykk alls staðar.

Steikið kartöflukökuna við miðlungsháan hita í um 4 mínútur á hvorri hlið. Kakan á að verða stökk að utan. Berið fram með sýrðum rjóma, rauðlauki, graslauki, kavíar, dilli og sítrónusneið.

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit